Wiola Ujazdowska

Wiola Ujazdowska er pólsk-íslensk myndlistarkona og leikmyndahönnuður. Hún er nýútskrifuð úr
doktorsnámi frá Listaháskólanum í Gdańsk. Verk eftir Ujazdowska hafa m.a. verið sýnd á Listasafni
Íslands, á Listahátíð í Reykjavík, í Miðstöð samtímalistar í Toruń, í BWA Wroclaw, í Palais de Tokyo í
París og í CAC í Vilnus. Hún hefur einnig hlotið ýmsa starfsstyrki, þar á meðal úr Launasjóði listamanna
á Íslandi, styrk frá dönsku listamannasamtökunum og styrk frá menningar- og þjóðminningarráðuneyti
Póllands.
Listsköpun hennar kannar pólitískar víddir samtímans, þar sem samtímis kreppur móta tilveruna, og
sameinar sjónræna heimspeki og listræna rannsókn.