Skilmálar vefverslunar

Fyrirtækið á bakvið vefsvæðið verslun.asmundarsalur.is er Ásmundarsalur, kt. 590416-0370, Freyjugata 41, 101 Reykjavík, netfang: asmundarsalur@asmundarsalur.is. Verð á heimasíðu er birt með fyrirvara um villur en Ásmundarsalur áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir á staðnum.

Afhending vöru

Ekki er boðið upp á heimsendingu, en öll seld verk eru sótt í Ásmundarsal að Freyjugötu 41 þegar þau eru tilbúin til afhendingar. Kaupandi fær tilkynningu um það hvenær hægt er að sækja verkin og sé varan ekki til á lager verður haft samband og áætlaður afhendingartími vörunnar tilkynntur.

Opunartímar í Ásmundarsal, Freyjugötu 41 eru frá 10:00 – 17:00.

Verð á vöru

Öll verð í vefverslun eru ákveðin í samráði við listamenn og birt á vefsíðu með 24% virðisaukaskatti.

Ábyrgðarskilmálar

Ásmundarsalur ábyrgist þær skemmdir sem orðið geta við pakkningu vöru. Sú ábyrgð nær ekki yfir skemmdir sem verða við meðhöndlun þriðja aðila.
Ásmundarsalur ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er sótt og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Að skipta og skila vöru

Ekki er veittur skilaréttur við kaup á vöru. Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn, eða endurgreiðslu sé þess krafist. Að öðru leyti er vísað til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup. Kaupanda ber að sjálfsögðu að skila vörunni óskemmdri á heimilisfangið Freyjugötu 41, 101 Reykjavík og standa straum af flutningarkostnaði ef verkið er í stærri skala og kemst ekki í hefðbundinn fólksbíl. Þetta ákvæði gildir þó t.d. ekki í tilvikum þar sem vara eða þjónusta hefur verið sérsniðin að kröfum neytandans.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hún eða hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Kaupanda ber að sjálfsögðu að skila vörunni óskemmdri á heimilisfangið Freyjugötu 41, 101 Reykjavík og standa straum af flutningarkostnaði ef verkið er í stærri skala og kemst ekki í hefðbundinn fólksbíl. Þetta ákvæði gildir þó t.d. ekki í tilvikum þar sem vara eða þjónusta hefur verið sérsniðin að kröfum neytandans.

Sendingarkostnaður

Ekki er boðið upp á heimsendingu, ef verkið er stærra en það sem kemst í hefðbundinn fólksbíl þá fer kostnaðurinn við sendinguna á kaupandann.