Þórdís Jóhannesdóttir

Ljósmyndir eru grunnurinn sem ég svo brýt upp á, teygi og toga bæði í yfirfærðri og bókstaflegri merkingu orðanna. Verkin hér eru ljósmyndirnar prentaðar á glærar filmur. Filmurnar eru eins og himnur sem hafa verið aðskildar frá ljósmyndapappírnum sem liggur í bakgrunni. Filmurnar fá á sig þrívítt form með uppábroti og þær svo lagðar til varðveislu í sýnaramma, líkt og hlutur úr náttúrunni. Verkin eru ekki í upplagi heldur er hvert verk einstakt.
Þórdís Jóhannesdóttir (f. 1979) nam myndlist við Listaháskóla Íslands; hún lauk B.A. námi árið 2007 og M.A.námi árið 2015.