Þorgerður Ólafsdóttir

Þorgerður Ólafsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2013. Í verkum sínum lítur hún til breytinga sem hlutir og staðir ganga í gegnum, hvort sem þær ná utan um eitt andartak, heila mannsævi eða eru á jarðsögulegum skala.

Hún hefur sýnt verk sín víða hér á landi sem og erlendis og er þátttakandi í tveimur rannsóknarverkefnum; Relics of Nature, an Archaeology of Natural Heritage in the High North, sem er hýst af Háskólanum í Osló og Extremes, hjá Háskóla norðurslóða í Tromsø. Væntanleg verkefni eru einkasýning í Atelier Nord í Osló og vinnudvöl á rannsóknarskipinu Kronprins Haakon um Svalbarða til Tromsø með Extremes.