Sigurður Atli Sigurðsson

Sigurður Atli Sigurðsson nam myndlist við LHÍ og École d'Art et de Design Marseille. Nýlegar einkasýningar eru m.a. Stigveldi í Ásmundarsal, Everyday Fortune í PRÁM Studios í Prag og Mynd af þér í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sigurður Atli stofnaði Prent & vini árið 2015 og rekur nú Y gallery í Hamraborg. Hann stóð nýlega fyrir Reykjavík Art Book Fair þar sem hann gaf út 2.tbl Dunce tímarits sem fjallar um skurðpunkt dans- og myndlistar, í ritstjórn Sóleyjar Frostadóttur. Sigurður Atli starfar sem forstöðumaður verkstæða við Listaháskóla Íslands.