
Rannveig Jónsdóttir
Rannveig Jónsdóttir (f. 1992) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Ísafirði. Í verkum sínum skoðar hún samspil manns og umhverfis og nýtir oft rannsóknir og samstarf við fólk úr ólíkum starfsgreinum, svo sem fræðimenn, vísindamenn og sjómenn. Hún lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og MFA-prófi frá Listaháskólanum í Malmö árið 2019. Rannveig hefur sýnt verk sín bæði á Íslandi og erlendis.
