Rakel McMahon

Rakel McMahon er fædd árið 1983 og býr og starfar á milli Aþenu og Reykjavíkur. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014. Rakel McMahon hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum auk annarra menningarlegra viðburða á Íslandi og víða erlendis. Verk hennar eru unnin í ólíka miðla s.s. teikningu, málverk, textaverk og gjörning sem einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu og húmor.

Rakel er með fleiri verk til sölu sem hún vann í samstarfi við Evu Ísleifsdóttur, smelltu hér til að skoða.