Rakel McMahon

Rakel McMahon er fædd árið 1983. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014.

Rakel McMahon hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum auk annarra menningarlegra viðburða á Íslandi og víða erlendis. Meðal nýlegra sýninga eru: Innsýn/útsýn í Listasafni Íslands, Chart Art Fair í Charlottenborg í Kaupmannahöfn, Trú Blue í Þulu gallerí í Marshallhúsinu, OPNUN II í Y-Gallerí, Gjörningaþoka í Listasafni Reykjavíkur og Tileinkun í Listasafni Reykjanesbæjar.