Ragnheiður Gestsdóttir

Ragnheiður Gestsdóttir vinnur í ólíka miðla; innsetningar, skúlptúr, kvikmyndir og ljósmyndir. Í verkum sínum vinnur hún með hugmyndir um þekkingarsköpun, gildismat og virði, auk þess sem hún rannsakar og afhjúpar valdakerfi í samfélaginu. Hún lauk MFA námi í myndlist frá Bard College í Bandaríkjunum 2012 og MA námi í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í London 2001. Ragnheiður hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Nýlistsafninu og víðar hérlendis auk þess að hafa tekið þátt í fjölda sýninga á erlendri grundu, nú síðast í hinu virta Cecilia Hillström Gallery í Stokkhólmi.