Örn Alexander Ámundason

Verk Arnar eru varla. Þau eru smávægileg inngrip í rýmið sem þau dvelja í. Ef áhorfandinn veit ekki að þau eru þarna þá gæti hann haldið að hann sé að horfa á leifar af einhverju öðru. Að það sé nýbúið að fjarlægja verkið og að þetta sé það sem á eftir að ganga frá áður en næsta sýning verður sett upp. Þau eru millibilsástand. Þau eru blettur á veggnum sem á eftir að mála eina umferð yfir og lítið rifrildi sem hengur á hefti á veggnum og bíður eftir að einhver kroppi það af.