
Narfi
Narfi Þorsteinsson er myndlistarmaður sem rannsakar samband efnis, ferlis og endurtekningar í verkum sínum. Hann vinnur með meðal annars með fundna hluti og tæknilegar aðferðir við teikningu. Á síðustu árum hefur hann þróað einkennandi pennateikningar unnar með kúlupenna og borvél, þar sem vélræn nákvæmni og brigðul hreyfing handarinnar mætast. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið virkan þátt í ýmsum kimum menningarlífsins.
