Margrét Bjarnadóttir

Margrét Bjarnadóttir lauk danshöfundanámi frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi árið 2006 og hefur síðan þá unnið á sviði dans, myndlistar og ritlistar. Hún á að baki fjölmargar samsýningar og nokkrar einkasýningar, þ.á.m. LIFE–EFI í Kling&Bang (2014), LODDARI í Listamenn gallerí (2017) og Veik um sumar (2021) í Gallerí Kverk. Á meðal dansverka Margrétar er gítarballettinn No Tomorrow (2017) sem hún vann í samstarfi við Ragnar Kjartansson, tónskáldið Bryce Dessner og Íslenska dansflokkinn. Þá samdi hún einnig sviðshreyfingar fyrir Cornucopiu og fleiri tónleikasýningar Bjarkar.