Margrét Bjarnadóttir

Margrét Bjarnadóttir (f. 1981) er menntaður danshöfundur sem starfar jöfnum höndum á sviði dans, myndlistar og skrifa.
Hún er m.a. höfundur gítarballettsins No Tomorrow ásamt Ragnari Kjartanssyni, í samstarfi við Íslenska dansflokkinn. Samnefnt myndbandsverk þeirra Ragnars var frumsýnt árið 2022 og hefur m.a. verið sýnt á Louisiana Museum of Modern Art. Margrét samdi einnig sviðshreyfingar fyrir Utopiu og Cornucopiu, tónleikasýningar Bjarkar.
Í myndlist Margrétar skipa textaverk af ýmsu tagi stóran sess en hún vinnur einnig með ljósmyndir, vatnslitateikningar, glerskúlptúra og myndbandsverk. Síðast sýndi hún textaverk sín á Chart Art Fair 2024 í Kaupmannahöfn.“