Magnús Helgason

Magnús Helgason f. 1977. Hann útskrifaðist frá myndlistarakademíu AKI í Hollandi 2001 og hefur síðan helgað sig myndlist
„Myndlistin hefur margskonar tilgang. Hún getur afhjúpað óréttlæti og vakið okkur til umhugsunar um það sem betur má fara í samfélaginu. Stundum getur listin orðið afl til breytinga, en hún hefur líka frelsi til þess að vera tilgangslaus. Listamaðurinn má gera það sem hann gerir, af því bara! Markmið mitt er ekki að breyta heiminum, heldur frekar að veita áhyggjulaus augnablik. Verkin mín eiga að vera óvænt og fallegt gleðiskot til þeirra sem þau sjá. Ég ætla verkunum að kalla fram barnslega gleði og vil að þau þjóti framhjá heilanum og stingist beint í hjörtu áhorfenda.