
Lilja Cardew
Lilja (f.1998) er menntaður myndhöfundur en í sköpun sinni notast hún mest við samspil texta og sjónlistar. Að námi loknu vann hún til tveggja gullverðlauna; annars vegar í flokki forsíðuhönnunar hjá bresku bókaútgáfunni Penguin (2024) og hins vegar vann hún til gullverðlauna FÍT 2025 í flokki myndrænna frásagna fyrir barnabókina Tumi fer til tunglsins (útg. 2024). Hún var einnig tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýsinga fyrir sömu bók. Lilja er sjálfstætt starfandi myndhöfundur og listamaður og býr í Reykjavík og London.
