Kristín Helga Ríkharðsdóttir

Kristín Helga Ríkharðsdóttir (f. 1993) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2016. Hún stundar nú framhaldsnám í myndlist við New York University Steinhardt. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi bæði hérlendis og erlendis auk þess að taka þátt í ýmsum félagsstörfum myndlistarmanna. Meðal annars sat Kristín í varastjórn Nýlistasafnsins 2018-2020, var í hópi sýningastjóra fyrir sýningaröðina “Rólegt og Rómantískt” í Harbinger 2019, og varð hluti af Kling og Bang hópnum 2020.

Verkin sem Kristín Helga er með til sölu eru unnin í samstarfi við Kristínu Karólínu, smelltu hér til að skoða.