
Ívar Valgarðsson
Ívar Valgarðsson (1954), stundaði nám í Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1971- 75 og framhaldsnám í Hollandi frá 1977 til 1980. Ívar hefur áhuga á þeim öflum sem móta, byggja upp og brjóta niður, bæði í náttúrunni og hinu manngerða umhverfi og beinir athygli sinni að síbreytileika og hringrás efnis og hugmynda forma og lita.
