Irene Hrafnan Bermudez

Irene Hrafnan (f. 1983) lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2007 og Master of Fine Arts frá School of Visual Arts í New York árið 2010. Í verkum sínum vinnur hún gjarnan út frá rýmislegum vangaveltum arkitektúrs, efnis og forms en vísar á sama tíma til mannlegrar tilvistar og sögulegs tengslasamhengis. Verkin vinnur hún í ýmsa miðla, þar á meðal skúlptúra, myndverk, videoverk og texta.