
Irene Hrafnan
Irene Hrafnan (f. 1983) lauk BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2007 og Master of Fine Arts frá School of Visual Arts í New York árið 2010.
Verk sín vinnur Irene gjarnan út frá rýmislegum vangaveltum arkitektúrs, efnis og forms en þau vísa á sama tíma til mannlegrar tilvistar og sögulegs tengslasamhengis. Verkin kanna sambandið milli upplifunar á rými og ímyndaðs rýmis, sem og samband manneskjunnar við umhverfi sitt. Með því að skapa spennu á milli líkamlegrar upplifunar og speglaðrar tilveru endurskapa verkin ný rými og reyna á skynjun áhorfandans á þeim. Verkin vinnur hún í ýmsa miðla, þar á meðal skúlptúra, myndverk, videoverk og texta. Verk hennar hafa verið sýnd á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum.