
Hulda Rós Guðnadóttir
„Hulda Rós … hefur … markað sér sérstöðu meðal islenskra listamanna fyrir rannsóknartengda listsköpun sem hverfist að miklu leyti um stöðu vinnuafls í tengslum við alþjóðavæðingu og þær víðtæku og hröðu breytingar sem hafa átt sér stað í íslensku samfélagi síðustu áratugi… Nálgun Huldu Rósar á sjávarútveginn er óvænt, skemmtileg og hlaðin merkingu. Listrannsóknir hennar eru með því áhugaverðara sem á sér stað í íslenskri samtímalist, svo ekki sé minnst á hversu hressandi það er að kona beini sjónum sínum að „karlægum" iðnaði með bessum hætti. Hulda Rós er töffari." – María Margrét Jóhannsdóttir, myndlistarrýnir Morgunblaðsins 31.október 2025
