
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (1994) útskrifaðist af MFA braut í Listaháskólanum í Malmö árið 2023. Hún hefur síðan þá tekið þátt í hópsýningu í Galleri Flach í Stokkhólmi og var með sýningu á neðri hæð Ásmundarsalar í sumar. Hún hefur hlotið Edstrandska styrkinn frá listaháskólanum í Malmö, Ellen Trotzig styrkinn fyrir unga málara frá Malmö Konstmuseum og styrk frá Erik Sääf sjóði listaakademíunnar í Svíþjóð. Í listsköpun sinni hefur Gréta lagt áherslu á málverk og útsaum. Verkin hennar standa nálægt því að vera frásagnir og lýsing á ákveðinni berskjöldun og andrúmslofti.
