
Hallveig Ágústsdóttir
Í verkum sínum rannsakar Hallveig hvernig myndlist og tónlist geta endurspeglað, unnið saman eða umbreytt hvor annarri – sjónrænt og hljóðrænt. Hún vinnur með fjölbreytta miðla – teikningu, málverk, vídeó og hljóðperformance – þar sem hún leitast við að túlka hljóð og tónlist sjónrænt eða færa hið sjónræna yfir á heyranlegt form.
