Hallgrímur Helgason

Hallgrímur Helgason er fæddur í Reykjavík 1959. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis. Árin 1985-89 bjó hann í New York og 1990-96 í París. Hann málar og teiknar í persónulegum stíl sem flakkar á milli realisma og fantasíu. Lengi vann með hliðarsjálf sitt Grim. Verk hans eru í eigu Metropolitan Museum of Art, New York, FRAC Poitou-Charentes í Angouleme, Frakklandi, Listasafns Rvíkur, Listasafns Íslands, Listasafns Háskólans, Listasafns Kópavogs og Listasafns Ísafjarðar. Veturinn 2024-25 var haldin yfirlitssýning á verkum hans, Usli, í Listasafni Reykjavíkur. Árið 2021 hlaut Hallgrímur heiðursorðu Frakka fyrir menningarstörf, Officier de l'ordre des arts et des lettres.