
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún lauk svo mastersnámi frá Koninklijke Academie í Gent, Belgíu árið 2018. Meðfram eigin myndlist hefur Guðlaug Mía staðið að margvíslegum verkefnum innan myndlistar og brugðið sér í hin ýmsu hlutverk. Hún rak sýningarýmin Kunschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen í samstarfi við aðra myndlistarmenn. Hún hefur einnig staðið að myndlistarútgáfum en undanfarið hefur hún rannsakað og safnað heimildum um íslenska myndlistarmenn.