Erling T.V. Klingenberg

Erling T.V. Klingenberg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1994. Hann stundaði einnig nám við Hochschule fur Bildende Kunst í Frankfurt am Main og í Kiel í Þýskalandi. Þaðan fór hann til Halifax í Kanada og útskrifaðist 1997 með MFA gráðu frá Nova Scotia College of Art & Design.
Erling T.V. Klingenberg hefur bæði sýnt hér á landi og erlendis, t.d. í Austurríki, Búlgaríu, Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Írlandi, Póllandi, Bandaríkjunum, Kanada og Kína.