
Elísabet Anna Kristjánsdóttir
Elísabet Anna Kristjánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1988 og býr og starfar í
Malmö, Svíþjóð. Í myndlist sinni vinnur hún verk sín ýmist í ljósmyndir, vídeó eða
innsetningar. Verk Elísabetar eru oft á tíðum brotakennd, þar sem hún hefur tekið
eitthvað í sundur og sett svo aftur saman. Verk hennar einblína ekki endilega á
eitthvað ákveðið viðfangsefni heldur vill hún oft frekar vekja athygli á að það að
horfa og sjá og reyna að skilja er í sjálfu sér flókið og margslungið ferli.
Elísabet hlaut meistaragráðu í myndlist við Konsthögskolan í Malmö árið 2021og
hefur síðan sýnt meðal annars á samsýningum í Kajsa och Olle Nymans ateljéer
och konstnärshem, Stokkhólmi (2024), Listasafni Ísafjarðar, Ísafirði (2023),
Ásmundarsal, Reykjavík (2022), Galleri Arnstedt, Östra Karup (2022) og einnig
haldið einkasýningu í Celsius Projects, Malmö (2022).