Einar Falur Ingólfsson

Ljósmyndaverk Einars Fals hafa vera verið sýnd víða, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafninu á Akureyri, Listasafni Reykjanesbæjar, Scandinavia House í New York, Johannes Larsen Museet í Danmörku og Frankfurt Kunstverein í Þýskalandi. Hann er höfundur fjölda bóka og bókverka, á meðal bókverka hans er Sjónræn dagbók (2019-2020), fjórtán sérprent í takmörkuðu upplagi, og bók hans Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwood var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verk eftir Einar Fal eru m.a. í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns H.í og Listasafnsins á Akureyri.