
Brák Jónsdóttir
Brák Jónsdóttir (f. 1996) lauk B.A. námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2021 og stundar nú meistaranám við Listaakademíuna í Bergen, Noregi. Með innsetningum sem vistkerfi, leitast hún eftir að kjarna margar af mikilvægari spurningum samtímans um tengsl manns og náttúru, vaxtarferli og hlut ímyndunaraflsins í sköpun veruleika á jaðri hins mögulega og ómögulega. Jafnframt vonast hún til að vekja upp spurningar sem kveikja á ýmsum af þeim stöðvum í líkamshylkinu sem framkalla bæði erfið og ánægjuleg tilfinningaviðbrögð og bjóða áhorfendum að endurskoða tengsl sín við umhverfið.
