Birgir Snæbjörn Birgisson

Birgir Snæbjörn Birgisson, fæddist 1966, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1986–89 og við fjöltæknideild École des Arts Décoratifs í Strassborg í Frakklandi frá 1991–93. Birgir hefur lengi unnið með staðalímyndir ljóskunnar í viðamiklum myndaröðum. Dæmi um slík verk eru: Ljóshærðir hjúkrunarfræðingar, Ljóshærð ungfrú heimur 1951– og Ljóshærðir tónlistarmenn. Framundan er þátttaka í alþjóðlegu sýningunni Embrace í Listasafninu á Akureyri og einkasýning í Listasafni Íslands.
birgirsnaebjorn.com / IG: birgirsnaebjorn