Alfa Rós Pétursdóttir

Alfa Rós Pétursdóttir er listakona sem rannsakar samband forms, áferðar og lita. Með samspili efnis og handverks skapar hún verk sem vísa til náttúru og innra lífs. Hún vinnur að mestu í textíl, þar sem litir, efni og handbragð móta stemningu, endurspegla minningar og vekja tilfinningar.