
Ævar Uggason
Ævar Uggason er myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2024. Verk hans fjalla um daglegt líf, hverfandi augnablik og síbreytileg sjónarhorn. Hann leikur sér að fyrirfram ákveðnum hugmyndum, snýr þeim á rönguna og hristir upp í merkingu þeirra. Með því leyfir hann áhorfandanum að ljá augnablikinu, hugmyndinni eða efniviðnum nýja og eða breytta merkingu. Ævar vinnur skúlptúra, innsetningar og vídeó. Sjálfur leikurinn við sköpun myndlistar er grundvallarstoð í listsköpun hans.
