
Á. Birna Björnsdóttir
Á. Birna Björnsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður síðan 2016 bæði í Reykjavík og Amsterdam. Áhugi á hinu óáþreifanlega og ósýnilega er grunndrif í verkum hennar hvort sem það er rafmagn, rafsegulsvið, hljóðbylgjur, stafrænar framlengingar mannsins eða innsæi hans. Í innsetningum sínum vinnur Birna með ferli sem vaxa eða breytast á meðan á sýningartímabilinu stendur og notar t.d. sólarorku, plöntur og saltvatn sem efnivið. Í teikningum og textaverkum hennar kemur fram dagbókarform sem oft veltir upp spurningum um gjána sem getur myndast milli rökhugsunar og líkemlegrar þekkingar. Verk Birnu spretta úr feminísku samhengi og hún sækir innblástur frá kven/kynsegin rithöfundum og hugsuðum.
