
Sölvi Steinn Þórhallsson
Sölvi Steinn Þórhallsson (f. 1996) er listamaður frá Reykjavík, Íslandi, sem býr og starfar í Helsinki, Finnlandi.
Í verkum sínum veltir Sölvi fyrir sér hversdagsundri augnablika og hluta í kringum sig, tilgangi og tilgangsleysi þeirra og dregur innblástur frá krafti, spennu og orsök þeirra. Einskonar “homage” til þeirra augnablika sem heilla, koma á óvart og vekja upp gleði og sorg. Sölvi vinnur þvert á miðla, miðillinn fylgir hugmyndinni en oft eru verk hans sambland af einhverri atburðarás eða gjörð og skrásetningu hennar.
