
Petra Hjartardóttir
Petra Hjartardóttir (f.1992) útskrifaðist með MFA gráðu frá skúlptúrdeild Yale School of Art árið 2019, BFA gráðu í myndlist frá Hunter College í New York árið 2016 og úr fornámi Myndlistarskólans í Reykjavík árið 2012. Hún hefur sýnt á samsýningum í Bandaríkjunun, á Ítalíu; og í Kling og Bang, Listasafni Reykjavíkur, Kannski og SÍM Gallerý á Íslandi. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Harbinger árið 2021. Petra hefur hlotið margar viðurkenningar og styrki í námi sínu og starfi sem myndlistarmaður, þ.á.m. úthlutun úr Myndlistarsjóði, dvalarsjóði Muggs og ferðasjóði Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.
