
Arnar Ásgeirsson
Arnar Ásgeirsson (f. 1982) lauk BA prófi í listum frá Gerrit Rietveld Academy og útskrifaðist með MA gráðu frá Sandberg Institute í Hollandi. Arnar vinnur í fjölbreytta miðla líkt og myndbönd, teikningar, innsetningar og skúlptúra til að miðla frásögnum. Í verkum sínum dregur hann fram hversdagslegar og misþekktar menningartilvísanir, endurgerir og gefur þeim nýja merkingu. Með kunnuglegu myndmáli veltir Arnar fyrir sér hugleiðingunni um hið upprunalega og eftirmynd og muninum sem liggur í því að frumskapa og herma eftir. Arnar er einn stofnenda listamannarekna rýmisins Open.
