Salvör Sólnes

Salvör Sólnes er myndlistarkona úr Reykjavík. Hún útskrifaðist með B.A. í Myndlist úr Listaháskóla Íslands árið 2016 og M.Sc. úr Háskólanum í Edinborg 2023. Salvör vinnur með raunveruleikann en bindist honum engum tryggðarböndum. Verkin hennar flétta saman lífrænar verur úr ýmsum áttum með hennar eigin fabúleringum. Hún kafar á dýptina í rannsóknarvinnu sem springur svo út á striganum: örverur, gerlar, veirur og einstaka blóm fléttast saman við abstrakt fálma og form og mynda saman iðandi og litríkan heim.