Eva Ísleifs

Eva Ísleifs býr og starfar á Íslandi. Hún hlaut BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og árið 2010 hlaut hún MFA gráðu í Skúlptúr frá Listaháskólanum í Edinborg í Skotlandi. Eva vinnur í ýmsa miðla þá einkum helst skúlptúr eða þrívíða miðla. Verk Evu hafa verið sýnd víða á Íslandi og í Evrópu. Nýlegar sýningar eru samsýningin Í lággróðrinum Ars Longa 2025, einkasýningin This is our little mistake í Living Room í Aþenu 2024, samsýningin Anywhere out of this world, Skúlptúr Miðstöðin í Oronskó, Jörðin er rúmið mitt í Kling&Bang 2023, HIC SVNT DRACONES í Gallerí Kverk. Reykjavík 2022.