
Stuart Richardson
Stuart Richardson fæddist árið 1978 í Auckland, Nýja-Sjálandi, ólst upp í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum og hefur búið hér á landi frá árinu 2007. Hann lauk MFA-prófi í ljósmyndun frá Hartford Art School. Verk hans hafa verið sýnd á Þjóðminjasafni Íslands, Ljósmyndasafnið Reykjavíkur, notuð í breska dagblaðinu The Guardian og sýnd víðsvegar um heim. Ljósmyndir hans draga fram lúmsk atriði og form í náttúrunni en verk hans snúast oft um umhverfishyggju, hið upphafna og hverfulleikann – hvort sem það tengist upplifun okkar, náttúrufyrirbærum eða því hvernig myndir framkallast af filmu eða birtast í hreyfimyndum.
