Anna Rún Tryggvadóttir

Anna Rún Tryggvadóttir (1980) starfar í Reykjavík og Berlín. Hún lauk BFA frá Listaháskóla Íslands (2004) og MFA frá Concordia-háskóla í Montreal (2014).
Hún samþættir náttúruferla í verkum sínum , t.d. segulvirk litarduft í málverkaseríunum Pólar (2024) og Ókerfisbundin Kortlagning (2021) og salt í vatnslitaseríunni Snertipunktar (2022-)
Anna Rún hefur sýnt verk sín á einkasýningum í Listasafni Íslands (2024), Till Richter Museum í Þýskalandi (2025), Listasafni Reykjavíkur (2017), Kunstlerhaus Bethanien (2019), Gallery Guðmundsdóttir Berlin (2023 & 2022) ásamt fjölda samsýninga alþjóðlega og á íslandi. Hún var handhafi Listasjóðs Guðmundu 2021 og Styrktarsjóðs Guðmundu Andrésdóttir 2012