
Birgir Snæbjörn Birgisson
Birgir Snæbjörn Birgisson (f. 1966) stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og Handíðaskóla Íslands auk framhaldsnáms í École des Arts Décoratifs, í Strasbourg, Frakklandi. Birgir bjó og starfaði um tíma í London en hefur um árabil búið og starfað í Reykjavík. Verk Birgis er að finna í safneignum fjölmargra safna og hafa verk hans verið sýnd víða hér heima og erlendis. Birgir hefur verið virkur sýningarstjóri og komið að fjölmörgum útgáfum í tengslum við myndlist. Um þessar mundir gegnir hann varaformennsku í Myndlistarráði og er annar tveggja eiganda og sýningarstjóri Gallerís Skiltis. birgirsnaebjorn.com / @birgirsnaebjorn / @galleryskilti
