Tristan Elísabet Birta

Tristan Elísabet Birta (f.1991) vinnur þvert á miðla, með megin áherslu á gjörningarlist, kvikmynd og innsetningu. Hán vinnur með eigin líkama og gjörninginn sem aðferð og efnivið og kannar táknheim sjónmenningar í sögulegu samhengi og samtímanum. Hugmyndir í verkum Elísabetar tengjast oft kvenleika og eðli mannsins í samhengi við samband manneskjunnar við aðrar dýrategundir. Elísabet Birta hefur sýnt bæði hérlendis og erlendis, meðal annars í Kling & Bang, 2022, Inter Pblc í Kaupmannahöfn, 2021 og MAS Box í Antwerpen, 2025. Hán fékk tilnefningu til Hvatningarverðlauna Íslensku Myndlistarverðlaunanna 2023.