
Steingrímur Gauti
Steingrímur Gauti Ingólfsson (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur tekið þátt í samsýningum í söfnum, galleríum og öðrum sýningarrýmum víðsvegar um heim, ásamt því að hafa haldið einkasýningar bæði hér á landi og erlendis. Verk hans leika með grunnspurningar um myndlist og fagurfræði, hugmyndina um sjálfið og tilveruna. Ónákvæmni, endurtekning og höfnun gagnrýnnar hugsunar eru ráðandi þættir í vinnubrögðum hans og ber útkoman þess jafnan merki, þar sem verkin dansa á línu hins barnslega og hins ljóðræna. Verk Steingríms má finna í opinberum og einkasöfnum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.
