Guðjón Ketilsson

Guðjón hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar á rúmlega fjögurra áratuga löngum ferli sínum og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Verk Guðjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Hann hefur verið valinn til þátttöku í fjölda samkeppna um gerð listaverka í opinberu rými og má sjá nokkur slík verk hans í Reykjavík, Seyðisfirði og á Norðurlöndunum. Guðjón hlaut Menningarverðlaun DV árið 2000 og verðlaun Listasafns Einars Jónssonar árið 1998.
Guðjón Ketilsson hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin 2020 fyrir einkasýningu sína Teikn í Listasafni Reykjaness frá Myndlistaráði