
Ásgerður Arnardóttir
Ásgerður Arnardóttir (Ása) lauk BA gráðu í myndlist úr Listaháskóla Íslands vorið 2018 og MFA gráðu frá California Institute of the Arts árið 2023. Hún vinnur með fjölbreytta miðla svo sem innsetningar, textílverk, málverk, stafræna prentun, ljóðlist, hljóðverk, myndbandsverk og skúlptúra. Hún hefur haldið þrjár einkasýningar hér á landi og tekið þátt í ýmsum sýningum á Íslandi, Finnlandi, Los Angeles og Spáni. Ásgerður er eins og búsett í Reykjavík en staðsetur sig milli Reykjavíkur og Los Angeles.
