
Þórdís Jóhannesdóttir
Þórdís Jóhannesdóttir nam myndlist við Listaháskóla Íslands; lauk B.A. námi árið 2007 og M.A. námi árið 2015. Af nýlegum sýningum mætti nefna sýninguna Gerð, sem var hluti af Ljósmyndahátíð 2025 og Millibil í Listasafni Árnesinga 2024. Ljósmyndir eru grunnurinn að verkum Þórdísar. Hún brýtur uppá ljósmyndina, teygir hana og togar bæði í yfirfærðri og bókstaflegri merkingu orðanna. Myndirnar notar Þórdís svo sem grunn til frekari útfærslu þrívíðra verka. Undirlag myndanna eru ýmist krossviður, álplötur eða plexígler sem hefur verið brotið upp þannig að það myndi form sem kallast á við eða endurspegla efnistökin sem birtast í ljósmyndinni. Úr verða fletir sem taka á sig ljós og skugga sýningar
