
Þóra Sigurðardóttir
Þóra Sigurðardóttir
vinnur með teikningu, efni og hversdagslega endurtekningu, takt og tengsl milli hrynjandi, hreyfingar og rýmis. Verk hennar hafa verið sýnd erlendis og hér heima, nú síðast á viðamikilli einkasýningu í Listasafninu á Akureyri sumarið 2025. Þóra hefur fengið viðurkenningar fyrir verk sín og var tilnefnd til Íslensku Myndlistarverðlaunanna 2025 fyrir einkasýningu í Listasafni Íslands 2024. Verk hennar eru í eigu einkasafna og listasafna á Íslandi og í opinberum söfnum og einkasöfnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þóra lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í skúlptúr við Det Jyske Kunstakademi, Danmörku. www.thorasig.is
