Einar Falur Ingólfsson

Einar Falur er með MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Sýningar með ljósmynda- og vídeóverkum hans hafa verið settar upp í ýmsum söfnum og sýningarsölum á Íslandi, svo sem í Listasafni Reykjavíkur, Listasafninu á Akureyri, Listasafni Reykjanesbæjar, BERG Contemporary og Listasafni Árnesinga; einnig í Evrópulöndum, Í Bandaríkjunum, Rússlandi og á Indlandi. Nokkur stór bókverk hafa verið gefin út með verkefnum sem hann hefur unnið að yfir langt tímabil. Meðal safna sem eiga verk eftir Einar Fal má nefna Listasafn Háskóla Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands og Listasafnið á Akureyri.