Sonja Margrét Ólafsdóttir

Sonja Margrét Ólafsdóttir (f.1988) býr og starfar á Íslandi. Hún er með MFA í ljósmyndun frá HDK-Valand, Háskólanum í Gautaborg þar sem hún lauk námi 2023. Áður lærði hún ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum í Reykjavík og er með BA í Listfræði frá Háskóla Íslands. Hún sækir innblástur í goðsagnir, fjölskyldusögu og bókmenntir. Hún blandar þessum þáttum saman, umbreytir og endurskapar. Ljósmyndir hennar eru þannig sviðsettar og svífa á milli þess að vera skáldskapur eða heimildaljósmyndun.