Kristján Steinn Kristjánsson

Kristján Steinn Kristjánsson (f.1996) er listamaður sem vinnur þvert á miðla með sérstaka áherslu á hljóð. Hann útskrifaðist með bakkalárgráðu frá Konunglega Listaháskólanum í Haag árið 2021. Hann umbreytir hljóðfærum í blendinga og breytir hversdagslegum hlutum og aðstæðum í hljóðfæri. Myndheimur hans er draumkenndur og einkennist af hversdagsleika, mistökum og þrá.