
Hlökk Þrastardóttir
Hlökk Þrastardóttir (f. 1998) býr og starfar í Reykjavík. Hún er með BA-próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2022). Hún hefur tekið þátt í sýningum hér á landi og erlendis, til að mynda í Kling & Bang, OPEN og Y-gallery. Hlökk vinnur þvert á miðla, þá aðallega gjörninga, vídeó, ljósmyndir og skúlptúr. Verk hennar eru gjarnan staðbundin og setja spurningamerki við samhengi sitt en líka veruleika okkar og samtíma. Hún hefur áhuga á manngerðum hlutum og stöðum, siðum og venjum, hversdagslegum samskiptum og hvernig kapítalismi birtist og breiðist út í kerfum og hegðun.
